Ráðherra fékk leiðsögn frá lögregluþjóni

Guðmundur Örn Guðjónsson varðstjóri veitti því athygli að nafni hans …
Guðmundur Örn Guðjónsson varðstjóri veitti því athygli að nafni hans og ráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, átti í vandræðum með að læsa hjóli sínu þegar hann kom til fundar í ráðherrabústaðnum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom hjólandi á fund ríkisstjórnarinnar sem fram fór í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Tilefnið er evrópsk samgönguvika sem nú stendur yfir. 

Guðmundur Ingi er vanur hjólreiðamaður og ákvað hann að læsa hjóli sínu við ljósastaur við Tjarnargötuna áður en hann gekk inn á fundinn. Guðmundur Örn Guðjónsson, aðalvarðstjóri sem hefur umsjón með öryggismálum í kringum ríkisstjórnina, var staddur á Tjarnargötunni og tók hann eftir því að ráðherra virtist vera í töluverðum vandræðum og í ljós kom að hjólalásinn reyndist of lítill og náði ekki utan um ljósastaurinn og hjólið. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er þaulvanur hjólreiðamaður.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra er þaulvanur hjólreiðamaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sameiningu ákváðu umhverfisráðherra og lögregluþjónninn að einfaldara og örugga væri að læsa hjólinu við handrið við tröppur ráðherrabústaðarins og varð það niðurstaðan og gengu báðir aðilar sáttir frá borði. 

Af ríkisstjórnarfundinum mun Guðmundur Ingi halda hjólaferðinni áfram á Seltjarnarnes þar sem fram fer ráðstefna á vegum Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar.“

Niðurstaðan varð sú að hjólinu var læst við handrið við …
Niðurstaðan varð sú að hjólinu var læst við handrið við grindverk ráðherrabústaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðmundur Ingi Guðmundsson tekur þátt í evrópskri samgönguviku sem nú …
Guðmundur Ingi Guðmundsson tekur þátt í evrópskri samgönguviku sem nú stendur yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert