Mikil þörf er á öflugri dráttarbáti

Skipin stækka stöðugt sem dráttarbátarnir þurfa að aðstoða.
Skipin stækka stöðugt sem dráttarbátarnir þurfa að aðstoða. mbl.is/Árni Sæberg

Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Fyrir stjórnarfund var lagt minnisblað Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns. Þar kemur m.a. fram að sífellt stærri farþegaskip koma til Reykjavíkur og farþegafjöldi eykst samhliða. Árið 2018 er áætluð samanlögð tonnatala 5,9 milljónir og farþegarými fyrir 148.000 farþega. Árið 2019 er talan 7,6 milljónir tonna og áætlað farþegarými fyrir 190.000 farþega.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Gísli Jóhann á að ný skip Eimskips, sem verið er að smíða í Kína, verði u.þ.b. 76% stærri í brúttótonnum en núverandi stærstu gámaskip sem sigla til Íslands. Einnig sé það staðreynd að veðurfarslegar aðstæður við nýjan hafnarbakka utan Klepps eru verri en við núverandi Kleppsbakka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert