Umhverfisstofnun segir sektir eða fangelsi eiga við

Sudeith risti íslenska hestinn í berg á Stöðvarfirði. Brot, segir …
Sudeith risti íslenska hestinn í berg á Stöðvarfirði. Brot, segir UST.

Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði.

Sudeith dvaldi í þrjá mánuði á Austfjörðum í sumar og risti þá áletranir á kletta og náttúrumyndanir með leyfi frá landeigendum og sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Morgunblaðið greindi frá því í ágúst að áletranir Sudeith brytu í bága við náttúruverndarlög, að mati Umhverfisstofnunar.

Í bréfi stofnunarinnar segir að Sudeith gæti verið dæmdur til að greiða að lágmarki 350.000 kr. sekt eða jafnvel í allt að fjögurra ára fangelsi. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að í bréfinu séu þau að óska eftir upplýsingum frá Sudeith og útskýra hvernig þau túlka lögin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert