Fréttir af mögulegum jarðhræringum algengar

„Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi.

Í frétt Sunday Times segir að gos í Kötlu sé yfirvofandi og vitnað er í eldfjallafræðinginn Ev­geniu Ilyin­skayu sem hefur gagnrýnt fréttina harðlega og sagt að rangt sé vitnað í orð hennar.

Inga Hlín segir að erlend almannatengslafyrirtæki fylgist vel með framvindunni en að ekki sé útlit fyrir að bregðast þurfi sérstaklega við fréttunum. Ýmsir miðlar á borð við Evening Standard, The Independent og The Express hafa tekið frétt Sunday Times upp og birt svipaðar fréttir þar sem rifjaðar eru upp hræringarnar í Eyjafjallajökli og áhrifin sem gosið hafði á flugsamgöngur.

mbl.is ræddi við Ingu Hlín fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert