Ríkið hætti að reka fríhöfn

Úr fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
Úr fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Fríhöfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þess í stað verði verslunarrými boðið út til fyrirtækja á almennum smásölumarkaði sem annist alla verslunarþjónustu við farþega flugstöðvarinnar, þ.m.t. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til að selja áfengi og tóbak.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Teitur Björn Einarsson. Í greinargerð með frumvarpinu segir að í núverandi lagaumhverfi sé sérstaklega mælt fyrir um skyldu Isavia til að hafa með höndum rekstur fríhafnarverslunar. Markmið frumvarpsins sé að breyta þessu fyrirkomulagi og mæla fyrir um að ríkið hætti samkeppnisrekstri á ýmsum smásöluvörum en hlutverk Isavia verði áfram að meginstefnu til að annast rekstur og uppbyggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert