Miklar brotalamir í samráðskerfum borgarinnar

Meirihlutinn kveðst leggja áherslu á að notandinn sé í forgangi …
Meirihlutinn kveðst leggja áherslu á að notandinn sé í forgangi í allri nálgun á þjónustu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna.

Þetta er niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Kolibri sem borgin fékk til þess að gera úttekt og veita ráðgjöf varðandi lýðræðisgáttir borgarinnar. Skýrsla Kolibri var kynnt á síðasta fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs borgarinnar en afgreiðslu hennar var frestað.

Í skýrslunni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag, eru tekin mörg dæmi um brotalamir í kerfunum. Sem dæmi er tekið að hugmyndafræðin á bak við Ábendingar/Borgarlandið, Þín rödd í ráðum borgarinnar og Hverfið mitt sé of óljós og óútskýrð og því sendi notendur ábendingar og hugmyndir í rangar gáttir.

Eitt verkefni sem heitir þremur nöfnum (Ábendingar, Borgarlandið og Láttu vita) sé keyrt á vefsíðu sem var ekki notendavæn árið 2008 og enn síður tíu árum síðar. Ekkert efni sé til og engar upplýsingar séu gefnar um ábendingar eða hugmyndir íbúa sem hafa verið samþykktar í gegnum íbúalýðræðisverkefni og farið í framkvæmd í þau 10 ár sem sum verkefnin hafa verið starfrækt. Engin dæmi sýni fram á virði íbúalýðræðis fyrir íbúa eða Reykjavíkurborg á vefjunum.

Fram kemur í skýrslunni að til þessa hafi engin samvinna verið á milli þeirra starfsmanna Reykjavíkurborgar sem hafa borið ábyrgð á hverju verkefni fyrir sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert