Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Atvik sem þessi eru sjaldgæf, en gluggar vélanna eru kannaðir …
Atvik sem þessi eru sjaldgæf, en gluggar vélanna eru kannaðir fyrir hvert flug. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Skipt var um rúðu strax á laugardag og gert var við hitakerfið í leiðinni. Flugvélin sem um ræðir fór strax aftur í notkun að viðgerð lokinni.

Eins og áður segir kom atvikið upp á leiðinni á milli Orlando og Keflavíkur, en flugvélinni var um leið lent á næsta flugvelli, Sagu­enay Bacot­ville-flug­vell­in­um í Qu­e­bec í Kan­ada. Farþegar voru fluttir á hótel í nágrenni flugvallarins á meðan þeir biðu eftir að önnur vél Icelandair kæmi til að sækja þá.

Atvik sem þessi eru sjaldgæf, en gluggar vélanna eru kannaðir fyrir hvert flug.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar og er í samstarfi við yfirvöld í Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert