Þrýstingur á vegabætur í nýrri samgöngukönnun

Margir telja að umbætur á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins myndu draga úr …
Margir telja að umbætur á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins myndu draga úr umferðartöfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif.

Einkabíllinn var notaður í 87% ferða, sem er svipað hlutfall og áður. Heldur dró úr notkun strætó sumarið 2018 frá fyrri könnunum. Þá töldu um 22% svarenda að fjöldi erlendra ferðamanna hefði haft áhrif á ferðaáætlanir þeirra sumarið 2018. Það eru helmingi fleiri en í könnun 2014, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta kemur fram í skýrslu dr. Bjarna Reynarssonar, skipulagsfræðings hjá Land-ráði sf., Ferðavenjur sumarið 2018. Skýrslan var gerð fyrir Vegagerðina og byggist á könnun sem var gerð 7.-24. september að frumkvæði samgönguyfirvalda. Kannaðar voru ferðir sumarmánuðina júní-ágúst og var um að ræða netkönnun meðal álitsgjafa MMR. Alls svöruðu 1.385 manns könnuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert