Eldur í verkstæði á Neskaupstað

Eldur kviknaði á litlu verkstæði á Norðfirði síðdegis í dag.
Eldur kviknaði á litlu verkstæði á Norðfirði síðdegis í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Guðmundur Helgi Sigfússon slökkviliðsstjóri segir í samtali við mbl.is að eldurinn hafi verið minniháttar, en að eitthvað hafi verið um reyk og mengun.

Eldurinn kviknar út frá ryksugu á verkstæðinu og barst reykur í íbúð sem var á hæðinni fyrir ofan, að sögn Guðmundar Helga.

Hann segir slökkviliðið hafa brugðist snöggt við og verið fljótt á vettvang. „Það tókst sem betur fer að bjarga þessu í tæka tíð,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert