Fleiri innbrot og kynferðisbrot

Kynferðisbrotum og innbrotum hefur fjölgað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu miðað við …
Kynferðisbrotum og innbrotum hefur fjölgað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu miðað við meðaltal síðustu sex mánuða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kynferðisbrotum og innbrotum fjölgaði nokkuð í október miðað við meðaltal síðustu sex mánuði, að því er segir í afbrotatölfræði lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu fyrir október. Voru kynferðisbrot 21 talsins sem er 30% fleiri en meðaltal síðustu sex mánuði, það er þó aðeins minna en meðaltal síðustu tólf mánuði sem er 22 brot.

Fjöldi skráðra innbrota voru 101 í október sem er tæplega 20% fleiri en sex mánaða meðaltal og 16% fleiri en tólf mánaða meðaltal.

Veruleg fjölgun var á innbrotum og þjófnaði á löggæslusviði eitt (Miðborg, Vesturbær, Háaleiti, Hlíðar, Laugardalur og Seltjarnarnes) og voru þar skráð 55 innbrot, eða rúmlega helmingur slíkra brota í umdæminu.

Á þessu svæði voru einnig 195 þjófnaðarmál sem er rúmlega helmingur 354 innbrota sem voru skráð á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hefur dregið mikið úr stuldi ökutækja og voru 17 slík brot skrá í síðasta mánuði. Þessi brot voru tæplega 40% færri en meðaltal síðustu sex og tólf mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert