Fannst heill á húfi

mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim.

Aðstandendur mannsins höfðu áhyggjur af því að hann væri í ójafnvægi og töldu mikilvægt að finna hann. Lögreglan hóf leit og fékk til liðsinnis hóp af björgunarsveitarmönnum. Á tólfta tímanum í gærkvöldi fannst maðurinn, heill á húfi, og fékk viðeigandi aðhlynningu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert