Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

Bregðast þarf við skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ef áætlanir …
Bregðast þarf við skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ef áætlanir um 550 ný hjúkrunarrými eiga að ganga eftir á næstu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum.

Skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem nú er til staðar gæti komið í veg fyrir áætlanir heilbrigðisráðherra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fjölgun hjúkrunarrýma er ætlað að stytta biðlista og bið eftir hjúkrunarrýmum fyrir einstaklinga með gilt færni- og heilsumat til dvalar á hjúkrunarheimilum. Í svari heilbrigðisráðherra, sem lagt var fram á Alþingi á mánudagskvöld vegna fyrirspurnar Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hjúkrunarheimili kom fram að 183 einstaklingar hefðu látist á meðan þeir biðu eftir hjúkrunarrými árið 2017 og 110 það sem af er þessu ári. Af þessum 293 einstaklingum létust 66 á Vífilsstöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert