Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Gísli Gíslason tekur við stjórninni og eignasafninu, fimmeyringum í boxi, …
Gísli Gíslason tekur við stjórninni og eignasafninu, fimmeyringum í boxi, af Emil Guðmundssyni. Ljósmynd/Motiv-Jón Svavarsson

Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember.

Skötuveislan er til skiptis á Akranesi og í Fjörukránni í Hafnarfirði, þar sem hún verður á laugardag. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, tók við formennsku í klúbbnum á Skaganum í fyrra og fyrrverandi hótelstjóri á Hótel Loftleiðum, Emil Guðmundsson, sem stofnaði klúbbinn 1971 ásamt Sigurði Magnússyni, þáverandi blaðafulltrúa Loftleiða, var kjörinn heiðursformaður eftir að hafa stjórnað félaginu alla tíð. Gunnar Sigurðsson á Akranesi er varaformaður.

„Emil hafði alræðisvald og ákvað að ég tæki við,“ segir Gísli um formannsskiptin. „Í þessu félagi hefur forsetinn lög að mæla og ég hafði ekkert val.“

Sjá umfjöllun um Íslenska skötuklúbbinn í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert