Brotist inn í hús í Borgarnesi

Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum.

„Innbrotið líkist mörgum öðrum sem hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum víða á landinu. Biðjum við fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum, ekki hvað síst ef mannlaus íbúðarhús eru,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Vesturlandi.

Er fólk beðið um að hringja í 112 verði það vart við grunsamlegar mannaferðir og tilkynna. Ekki eigi að nota Facebook fyrir tilkynningar af þessu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert