Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Það getur verið nokkur vandi að láta sambönd ganga vel.
Það getur verið nokkur vandi að láta sambönd ganga vel. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar.

Karlar hafa sýnilega verið að leggja meira á sig undanfarna áratugi í því að vanda sig í samskiptum við konur sínar og börn. Konur hafa gefið körlum mikið með því að fara út af heimilinu og á vinnumarkaðinn, því fyrir vikið hafa karlar notið sín í tilfinningalegu sambandi við maka og börn, sem þeir gátu síður hér áður fyrr þegar konur voru heimavinnandi og karlar sáu einir um fyrirvinnuna og voru meira fjarverandi. Þessi bók ætti að hjálpa körlum að sjá hvað þeir eru mikilvægir og hversu framlag þeirra skiptir miklu máli,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.
Hann gefur nú út bókina Það sem karlar vilja vita, sem geymir ýmis leyndarmál um samskipti kynjanna. Höfundar hennar eru bandarísku hjónin og sálfræðingarnir John Gottman og Julie Schwartz Gottman ásamt Douglas Abrams og Rachel Carlton Abrams lækni.

Sjá viðtal við Ólaf Grétar og Önnu Valdimarsdóttur um bókina í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert