Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

Fyrstu leiguíbúðirnar á grundvelli laga um almennar íbúðir voru afhentar …
Fyrstu leiguíbúðirnar á grundvelli laga um almennar íbúðir voru afhentar á Hornafirði í dag. Eru íbúðirnar húsnæðisúrræði fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekjumörkum. Ljósmynd/Aðsend

Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undur tekju- og eignamörkum.

Einnig er markmið að stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda, að því er segir í tilkynningu sveitarfélagsins Hornafjarðar til fjölmiðla.

Sveitarfélagið Hornafjörður lagði fram 16% stofnframlag og ríkið 22% af stofnvirði til byggingar íbúðanna og hefur sveitarfélagið gert samning við íbúðafélagið um að sjá um úthlutun og umsjón með íbúðunum. Þá segir í tilkynningunni að þeim verði úthlutað á grundvelli laga um almennar íbúðir.

Björn Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Íbúðafélags Hornafjarðar, tekur við lyklum frá …
Björn Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Íbúðafélags Hornafjarðar, tekur við lyklum frá Styrgerði H. Jóhannsdóttur, eiganda Mikael ehf. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert