Á sama vegheflinum fyrir austan í nær 26 ár

Gunnlaugur Einarsson kveður hefilinn eftir dygga þjónustu í nær 26 …
Gunnlaugur Einarsson kveður hefilinn eftir dygga þjónustu í nær 26 ár frá Vopnafirði. Ljósmynd/Magnús Jóhannsson

Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna.

Fyrir skömmu skilaði Gunnlaugur af sér hefli, sem hann hafði unnið á undanfarin nær 26 ár, og fékk annan um fimm árum yngri í staðinn. Hann segir að með aukinni vegklæðningu hafi heflunin eðlilega minnkað og sérstaklega hafi orðið mikil breyting á þegar nýr vegur var lagður til Vopnafjarðar fyrir nokkrum árum.

„Gamli hefillinn bilaði lítið fyrr en síðasta vetur, þegar skiptingin fór í honum,“ segir Gunnlaugur. „Þetta var ágætis eintak.“ Nýr hefill var settur niður í Fellabæ og fékk Gunnlaugur hefilinn sem var þar áður.

Sjá samtal við Gunnlaug í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert