Áfram í farbanni eftir slagsmál

Menn­irn­ir eru starfs­menn PCC á Bakka við Húsa­vík og eru …
Menn­irn­ir eru starfs­menn PCC á Bakka við Húsa­vík og eru grunaðir um lík­ams­árás hvor gegn öðrum í vist­ar­ver­um PCC. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að tveir menn skuli sæta farbanni til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Menn­irn­ir eru starfs­menn PCC á Bakka við Húsa­vík og eru grunaðir um lík­ams­árás hvor gegn öðrum í vist­ar­ver­um PCC.

Meint líkamsárás átti sér stað í vist­ar­ver­um PCC við Húsa­vík 3. nóvember.

Héraðsdómur hafði úrskurðað mennina í þriggja mánaða farbann, til 1. febrúar, en annar mannanna kærði úrskurðinn til Landsréttar sem stytti farbannið til 17. desember. Það hefur nú verið framlengt eins og áður segir.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ann­ar maður­inn (varn­araðili í mál­inu) hafi kvartað til verk­stjóra yfir fram­komu hins manns­ins. Þrátt fyr­ir það batnaði fram­koma hans ekki. Eft­ir að hafa setið við drykkju slóg­ust þeir en átök þeirra voru stöðvuð.

Maður­inn sem kvartaði við verk­stjór­ann fór þá að sofa en um 20-30 mín­út­um síðar seg­ir hann hinn mann­inn hafa laum­ast inn í her­bergi hans, sest ofan á hann og barið ít­rekað með hnef­um. Skömmu síðar tók hann lítið túbusjón­varp sem var í her­berg­inu og barði varn­araðila 6 til 7 sinn­um í and­lit og höfuð af miklu afli.

Eft­ir að þeir höfðu fallið af rúm­inu tók varn­araðili fót af rúm­inu til að reka hinn mann­inn út og sveiflaði hann hönd­un­um. Staðhæfði hann að hann hafi verið að berj­ast fyr­ir lífi sínu.

Hinn maður­inn lýsti því sem gerðist eitt­hvað á ann­an veg en aðallega kveðst hann ekk­ert muna eft­ir því sem gerðist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert