Ferðaþjónusta fatlaðra í nýtt útboð

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins.

Samþykkt var að leysa fyrirtækið undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra en hefja viðræður við það um tímabundinn samning þar til útboð hefur farið fram. Eigandi fyrirtækisins segist bjartsýnn á að hægt verði að komast hjá því að málið hafi áhrif á akstursþjónustuna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir bæjarstjóri þurfa að verða miklar breytingar á þeirri þjónustu sem hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu veita í sameiningu til þess að Kópavogsbær taki þátt í fyrirkomulaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert