Spá hríð og skafrenningi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmt skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld þegar skil með suðaustanhvassviðri og úrkomu fara hratt norðaustur yfir landið í kvöld og nótt. Eins í kvöld í uppsveitum Suðurlands. Hlánar á láglendi á höfuðborgarsvæðinu. 

Færð og aðstæður

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir eru á öllum stofnbrautum.

Suðvesturland: Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, hálka og éljagangur er á Hellisheiði, Sandskeiði og á Vesturlandsvegi upp í Borgarfjörð. Hálka, snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum.

Vesturland: Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja og éljagangur á öðrum fjallvegum. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á öllum öðrum leiðum og talsvert um éljagang. 

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka og eitthvað um éljagang.

Norðurland: Vetrarfærð, snjóþekja, hálka og hálkublettir.

Norðausturland: Hálka og snjóþekja og töluverður skafrenningur. Þungfært er á Hólasandi.

Austurland: Hálka er á Héraði. Hálka er á Fjarðarheiði, Vatnsskarði eystra og Fagradal en hálkublettir eru með ströndinni.

Suðausturland: Hálka, hálkublettir og eitthvað um éljagang.

Suðurland: Hálka, snjóþekja og éljagangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert