470 km skilja þau að

Hjónin Jónína Þ. Arndal og Hjalti Skaptason á leið til …
Hjónin Jónína Þ. Arndal og Hjalti Skaptason á leið til Húsavíkur í gær, þar sem hún fer í hvíldarinnlögn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík.

Jónína er greind með heilabilunarsjúkdóm og búa þau hjónin í Hafnarfirði. Þar sem Jónína þiggur ekki alla þjónustu sem í boði er kemst hún ekki á forgangslista fyrir hvíldarinnlögn eða dvöl á hjúkrunarheimili, að sögn Hjalta, sem segir Jónínu ekki gera sér neina grein fyrir aðstæðum en hún hefur á tveimur árum misst alla færni til þess að hugsa um sig sjálf.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hjalti Jónínu eiga erfitt með að koma á ókunna staði og innan um fólk sem hún þekkir ekki. Hann segir einu tenginguna við Húsavík vera dóttur Jónínu sem búi þar. Hjalti vonast til þess að komast í heimsókn til konu sinnar einu sinni í þær sex vikur sem áætlað er að hún dvelji á Húsavík.

„Ég kem fram með okkar sögu til þess að benda á ástandið í málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Ég hef góðan stuðning en það eru ekki allir sem hafa hann,“ segir Hjalti sem saknar strax konu sinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert