Réttindalaus með stera í bílnum

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt. Ökumaður sem var stöðvaður í Breiðholti reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði hann verið sviptur ökuréttindum, auk þess sem bifreiðin sem hann ók á var á röngum skráningarmerkjum. Einnig fundust fíkniefni í bifreiðinni. 

Þá voru þrír ökumenn til viðbótar stöðvaðir í Breiðholti sem reyndust réttindalausir. Skráningarmerki voru fjarlægð af bifreið eins þar sem hún hafði ekki verið skoðuð á tilsettum tíma. Hjá öðrum fundust sterar í bifreiðinni. 

Lögreglan hafði einnig afskipti af einum ökumanni sem ók yfir á rauðu ljósi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert