Amma Elizu Reid látin

Betty Brown á Bessastöðum sumarið 2016.
Betty Brown á Bessastöðum sumarið 2016. Ljósmynd/Facebook-síða Forseta Íslands

Betty Brown, amma forsetafrúarinnar Elizu Reid, lést síðastliðinn föstudag, 102 ára að aldri. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Betty var lífsglöð og lífsreynd, af skoskum ættum og sannfærð um að í henni rynni eitthvert norrænt blóð, enda fædd í Wick (Vík) á norðurströnd Skotlands þar sem norrænir menn gerðu strandhögg á víkingaöld og settust einnig að,“ skrifar forsetinn og bætir við að hún hafi þjónað landi sínu í seinni heimsstyrjöldinni sem hjúkrunarkona í liði Kanadamanna.

„Ætíð var hún ljúf í lund og ég minnist hennar með mikilli hlýju. Blessuð sé minning Betty Brown,“ bætir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert