Regluverk einfaldað

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnir tillögur
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnir tillögur Ljósmynd/Rakel Ósk

Lagt er til að notkun á Byggingagátt Mannvirkjastofnunar verði gerð að lagaskyldu. Með því opnast möguleiki á að færa skil, eftirlit og kærur í rafrænt ferli. Einnig að nýta rafrænar undirskriftir. Talið er að þannig fáist betri yfirsýn yfir byggingamarkaðinn.

Meiri notkun Byggingagáttar er ein af fjórum tillögum sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti í gærmorgun á fundi Byggingavettvangsins sem er samstarfsvettvangur hagsmunaaðila í byggingariðnaði.

Tillögurnar miða að því að bæta og einfalda regluverk og ferla og leggja með því grunninn að því að hægt verði að byggja húsnæði á hagkvæmari hátt og það skili sér í lægra húsnæðisverði. Gert er ráð fyrir því að tekin verði upp flokkun mannvirkja sem muni auka sveigjanleika og stytta byggingartíma, einkum einfaldari mannvirkja. Einnig er gert ráð fyrir ákvæði um faggiltar skoðunarstofur sem muni auðvelda úthýsingu eftirlits til sérhæfðra aðila, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert