Fagnar tillögum vegna námslána

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/Sigurður Bogi

BHM fagnar tillögum starfshóps forsætisráðherra um að endurgreiðsluhlutfalli og vöxtum námslána verði breytt. Hópurinn hefur einnig lagt til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu og að uppgreiðsluafsláttur verði hækkaður verulega.

„BHM fagnar þessum tillögum enda eru þær í samræmi við stefnu bandalagsins í málefnum námsmanna og LÍN,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, í tilkynningu. „Við höfum lengi barist fyrir breytingum á námslánakerfinu, meðal annars minni greiðslubyrði og fullu afnámi ábyrgðarmannakerfisins. Við treystum því að stjórnvöld hefji þegar í stað vinnu við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd.“

LÍN er til húsa í Borgartúni.
LÍN er til húsa í Borgartúni. mbl/Arnþór Birkisson

Fram kemur í tilkynningunni að laun hafi almennt hækkað umfram verðlag síðustu árin. Þetta hafi leitt til þess að endurheimtur námslána hjá Lín hafi verið mun betri en upphaflegar áætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir. Sjóðurinn hafi því hagnast á þessu og fjárhagsstaðan styrkst. „Starfshópurinn leggur til að þessi staða verði nýtt til að leiðrétta endurgreiðsluhlutfallið, þ.e. það hlutfall af tekjum sem lántaki þarf árlega að greiða í afborganir. Eðlilegt sé að lántakar njóti sterkrar fjárhagsstöðu sjóðsins enda hafi þeir átt þátt í að byggja hana upp,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert