Fíkniefnabrotum fjölgar

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði á milli mánaða. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgað töluvert á milli mánaða líkt og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir október 2019.  

Skráðum innbrotum fjölgaði á milli mánaða en þar af var mesta fjölgunin á skráðum innbrotum í fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur skráðum innbrotum í ökutæki fækkað um rúm 25% á milli mánaða.

Skráð voru 852 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í október og fækkaði þessum brotum nokkuð á milli mánaða.

Skráðum ofbeldisbrotum fækkaði töluvert á milli mánaða og á fækkunin við um bæði minni háttar og meiri háttar líkamsárásir. Það sem af er ári hafa borist um sex prósent færri tilkynningar um ofbeldisbrot en bárust að meðaltali á sama tímabili sl. þrjú ár á undan.

Skýrsluna má skoða hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert