Lekanda- og sárasóttartilfellum fjölgar

Fleiri hafa greinst með lekanda á þessu ári borið saman við síðastliðin ár, því 30. nóvember sl. höfðu alls 111 einstaklingar greinst með lekanda sem er töluvert fleira en árlegur fjöldi á undanförnum árum, að því er kemur fram á vef landlæknisembættisins.

Þá hafa alls 36 einstaklingar greinst með sárasótt á þessu ári, þ.e. frá 1. janúar–30. nóvember. Þetta er aukning miðað við árið 2018, en nær þó ekki sama fjölda og 2017 en það ár greindust flestir með sárasótt. 

Landlæknisembættið segir, að útbreiðsla lekanda og sárasóttar hafi aukist umtalsvert á Íslandi á síðastliðnum árum. Virðast sam- og/eða tvíkynhneigðir íslenskir karlmenn á aldrinum 20–44 ára vera helsti áhættuhópurinn fyrir þessar sýkingar og sé aukningin í samræmi við faraldsfræði þessara sýkinga í vestrænum löndum.

Sambærileg aukning hefur ekki sést í tölum um klamydíu og HIV á þessu ári.

Vefur landlæknis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert