Fer í dómsmál við Borgarbyggð

Borgarnes er langstærsti byggðakjarninn í Borgarbyggð.
Borgarnes er langstærsti byggðakjarninn í Borgarbyggð. mbl.is/Guðrún Vala Elísdóttir

Gunnlaugur A. Júlíusson hefur tilkynnt Borgarbyggð að hann muni höfða dómsmál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Hann mun einnig krefjast bóta vegna uppsagnar sinnar sem hann telur að ekki hafi verið staðið að með löglegum hætti.

Gunnlaugur hafði starfað sem sveitarstjóri Borgarbyggðar frá árinu 2016, var endurráðinn eftir kosningar. Honum var sagt upp störfum 12. nóvember sl. vegna þess að sveitarstjórn og Gunnlaugur hefðu „mismunandi sýn á stjórnun sveitarfélagsins“, eins og það var orðað í tilkynningu frá Borgarbyggð og endurtekið í bókun þegar uppsögnin var staðfest á formlegum fundi sveitarstjórnar tveimur dögum síðar. Í bókun sveitarstjórnarfundarins kom fram að uppsögnin hefði verið ákveðin samhljóða á óformlegum fundi sveitarstjórnar 12. nóvember.

Borgarbyggð hafnar kröfum

Gunnlaugur kveðst eiga inni einn og hálfan mánuð í óteknu orlofi, að minnsta kosti. Hann hefur krafist þess að fá það uppgert ásamt hækkun launa samkvæmt launaviðmiðun í ráðningarsamningi. Jafnframt hefur hann krafist bóta vegna þess hvernig staðið var að uppsögninni. Honum var gert að skila lyklum og yfirgefa ráðhúsið strax, tveimur dögum áður en uppsögn hans var staðfest með formlegum hætti. „Það er alveg skýrt í 56. grein sveitarstjórnarlaga að sveitarstjórn er ein bær um að taka ákvarðanir tengdar ráðningarsambandi við sveitarstjóra. Slíkar ákvarðanir verða ekki teknar á óformlegum fundi. Þessu til viðbótar brýtur uppsögnin í bága við kjarasamning þann sem gildir um réttindi mín í starfi,“ segir Gunnlaugur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert