Jarðskjálfti 2,4 að stærð vestan við Þorbjörn

Jarðskjálftinn varð upp úr klukkan 7 í morgun.
Jarðskjálftinn varð upp úr klukkan 7 í morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti, 2,4 að stærð, varð um fjóra kílómetra norðvestur af Grindavík upp úr klukkan 7 í morgun.

Að sögn Sigrúnar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, voru upptök skjálftans vestan við fjallið Þorbjörn en flestir skjálftarnir á svæðinu undanfarið hafa verið austan við það. Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist.

Stærsti jarðskálftinn til þessa var 3,7 að stærð, nokkrir til viðbótar hafa verið yfir 3 en flestir hafa mælst minni en 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert