Fleiri leita til Hjálparstarfs kirkjunnar

Mjöll Þórarinsdóttir, sjálfboðaliði Hjálparstarfs kirkjunnar, setur hér nestisbox, sundtösku og …
Mjöll Þórarinsdóttir, sjálfboðaliði Hjálparstarfs kirkjunnar, setur hér nestisbox, sundtösku og ritföng til að nota heima við í skólatösku. Ljósmynd/Aðsend

„Við finnum fyrir auknum fyrirspurnum og auknum beiðnum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.

Hann segist taka eftir erfiðri stöðu innflytjenda á Íslandi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á.

„Þeir sem ekki hafa rétta tengslanetið eru í erfiðri stöðu hvað varðar upplýsingar um ástandið á Íslandi,“ segir hann, enda búi innflytjendur ekki að sama stuðningsneti og Íslendingar.

„Innflytjendur koma til okkar og spyrja okkur út í stöðuna, um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þeir þekkja kannski stöðuna betur í sínu heimalandi,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar gefa upp fjárhagsyfirlit svo unnt sé að meta stöðu þeirra, að sögn Bjarna. Séu þeir undir vissum fátæktarmörkum fái þeir inneignarkort í matvöruverslanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert