Afar stór dagur í flugstöðinni í dag

Síðustu daga hefur erlendum ferðamönnum fjölgað smám saman í miðborg …
Síðustu daga hefur erlendum ferðamönnum fjölgað smám saman í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tuttugu og níu flugvélar koma til Keflavíkurflugvallar í dag, samkvæmt áætlun flugfélaganna, og jafn margar fljúga brott af landinu. Ekki hafa fleiri vélar komið til landsins á einum degi frá því að kórónuveirufaraldurinn lamaði ferðaþjónustuna. Enn er þó langt í að flugið komist á þann stað sem var fyrir faraldurinn.

Helgin er stór á Keflavíkurflugvelli, ef miðað er við starfsemina eins og hún hefur verið frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. 57 komur eru á áætlun og 56 brottfarir, samtals um helgina.

Fyrsta júní fóru 3.162 farþegar í gegnum flugstöðina og þá er átt við komufarþega, brottfararfarþega og skiptifarþega. Laugardaginn fyrir viku komu 23 vélar og jafn margar fóru. Með þeim voru 5.245 farþegar. Isavia hefur ekki upplýsingar um farþegafjöldann í vélunum sem koma og fara um helgina. Ef tekið er mið af stærð og nýtingu vélanna um síðustu helgi má reikna með að yfir sjö þúsund farþegar verði með vélunum í dag.

Stærsti dagurinn í flugstöðinni í fyrrasumar, þegar flugið tók aðeins við sér í hléi sem varð á faraldrinum, var 8. ágúst. Þá voru 26 komur og 25 brottfarir. Er fjöldi fluga því orðinn meiri en mest varð síðasta sumar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert