Neteinelti eykst meðal yngri barna

Þegar rýnt er í bakgrunn þolenda og gerenda eineltis má …
Þegar rýnt er í bakgrunn þolenda og gerenda eineltis má sjá að þá var frekar að finna meðal barna sem töldu fjárhag fjölskyldu sinnar slæman. AFP

Neteinelti er algengara meðal nemenda í 6. bekk en í 10. bekk. Alls hafa 17% nemenda í 6. bekk orðið fyrir neteinelti undanfarna tvo mánuði samanborið við rúmlega 12% í 10. bekk.

Þetta er meðal niðurstaðna í nýútkominni skýrslu Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ). Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum landskönnunar meðal grunnskólanema í 6., 8., og 10. bekk grunnskóla sem framkvæmd var síðasta vor.

Þegar rýnt er í bakgrunn þolenda og gerenda eineltis má sjá að þá var frekar að finna meðal barna sem töldu fjárhag fjölskyldu sinnar slæman. Þetta á bæði við einelti á netinu og í raunheimum. Sá hópur var einnig líklegri til að hafa lent í slagsmálum en þau ungmenni sem töldu fjárhag fjölskyldu sinnar miðlungs eða góðan.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert