Jólabókaflóðið nær til krakka í Arizona

Björgvin ásamt eiginkonunni Liz og dótturinni Lilju Sif.
Björgvin ásamt eiginkonunni Liz og dótturinni Lilju Sif. Ljósmynd/Aðsend

„Það er gaman að geta lagt sitt af mörkum. Ég held að þetta sé góð taktík hjá skólanum því ef þú hefur áhuga á lestri þá hefur það mikil áhrif á allt annað í lífinu,“ segir Björgvin Benediktsson, athafnamaður í Tucson í Arizona.

Björgvin var í síðustu viku fenginn til að halda fyrirlestur fyrir nemendur Imago Dei-miðskólans þar í borg. Þar talaði Björgvin um íslenska jólabókaflóðið og þær hefðir sem við Íslendingar höfum tileinkað okkur með bækur á jólum. Viðburðurinn var kynntur sem „Book Flood“.

Krakkarnir í skólanum, sem eru á aldrinum 11-14 ára, koma frá lágtekjufjölskyldum og búa oft við erfiðar aðstæður. Stjórnendur skólans vinna markvisst að því að reyna að auka áhuga barnanna á lestri og leituðu til Björgvins til að segja krökkunum frá. Hann sagði frá því hvernig það hefði verið hefð á sínum heimili alla tíð að kúra í sófanum með bók og heitt kakó og nýbökuð skinkuhorn yfir jólin. Fólk merkti við þær bækur í Bókatíðindum sem það vildi fá í jólagjöf fyrir hver jól og hefðin væri sterk.

Björgvin segir í samtali við Morgunblaðið að alltaf þegar fréttir berast vestur um haf af lestraráhuga Íslendinga sé hann taggaður í póstum á Facebook og því hafi einhver séð sér leik á borði og leitað til hans. „Það var nú ekkert mál að verða við því. Ég held að ég hafi fengið bók í jólagjöf á hverju ári síðustu 37 árin,“ segir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert