Krambúðinni lokað í Hafnarfirði

Myndin er af Krambúðinni í Búðardal.
Myndin er af Krambúðinni í Búðardal. mbl.is/Sigurður Bogi

Krambúðinni í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði verður lokað í dag. Í skriflegu svari frá Samkaupum við fyrirspurn Morgunblaðsins um lokunina segir að þetta sé gert vegna „rekstrarlegs hagræðis“.

„Í rauninni er það mjög einfalt. Einingin ber sig ekki. Leiga og annar rekstrarkostnaður er of hár miðað við sölu. Þetta er bara partur af þeirri vegferð sem við erum í, að líta inn á við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að reka hlutina betur,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum. Þetta sé gert til að bæta reksturinn í staðinn fyrir að setja kostnaðinn út í verðlagið í verslununum.

Hún segir að ekki standi til að loka öðrum verslunum hjá fyrirtækinu að svo stöddu, en Iceland við Arnarbakka var lokað á síðasta ári. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert