Ísland í 2. og 4. sæti á NM í brids

Íslenska kvennaliðið ber saman skorið eftir leikinn við Norðmenn kvöld.
Íslenska kvennaliðið ber saman skorið eftir leikinn við Norðmenn kvöld. Ljósmynd/Matthías Imsland

Norðurlandamót í brids hófst í kvöld í Örebro í Svíþjóð og eftir tvær fyrstu umferðirnar er Ísland í 2. sæti í opnum flokki og í 4. sæti í kvennaflokki. 

Íslenska liðið í opnum flokki tapaði naumlega fyrir Svíum í fyrstu umferð, 9,06:10,94, en vann Færeyinga, 18,59:1,41 í annarri umferð. Eftir tvær umferðir er liðið með 27,65 stig en Norðmenn eru efstir með 31,81 stig.

Í kvennaflokki vann íslenska liðið það norska í fyrstu umferð, 12,36:7,64, en tapaði fyrir Dönum í annarri umferð, 3,77:16,23 og er með 16,13 stig í 4. sæti.

Á morgun verða spilaðar fjórar umferðir. Hægt er að fylgjast með leikjum á vefnum bridgebase.com og á vefnum magictd.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert