Stukku beint í sjóinn á Þorshöfn

,,Baðbombur
,,Baðbombur" nýttu góða veðrið í sjósundi í höfninni á Þórshöfn. Sjórinn spegilsléttur. Mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Fyrsti dagur júnímánaðar heilsaði með hlýindum á Þórshöfn en síðdegis var enn 20 stiga hiti. Spegilsléttur sjór heillaði Baðbomburnar, sjósundskonur sem drifu sig úr vinnunni og stukku beint í sjóinn eftir inniveru dagsins.

Litlar upprennandi Baðbombur fylgdu í kjölfarið, milli þess sem þær bökuðu sandkökur í fjöruborðinu og sögðu við fréttaritara Morgunblaðsins: „Við viljum alltaf hafa svona sumar.“

Stórar og smáar Baðbombur biðu ekki boðanna en drifu sig …
Stórar og smáar Baðbombur biðu ekki boðanna en drifu sig í sjóinn í blíðunni. Mbl.is/Líney Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert