Afléttingu trúnaðar af skýrslu krafist í borgarstjórn

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við ætlum að leggja fram tillögu í borgarstjórn þar sem við köllum eftir því að trúnaði af skýrslunni verði aflétt og hún gerð opinber,“ segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið.

Þar vísar hún til skýrslu innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur um stjórnun og miðlun upplýsinga hjá fyrirtækinu. Tillagan verður flutt á borgarstjórnarfundi í dag, verði samþykkt að taka hana fyrir, en það krefst afbrigða.

Að skýrslunni er vikið í grein Ragnhildar Öldu í Morgunblaðinu í gær, þar sem spurningum er svarað varðandi „háttalag og ákvarðanatökur Ljósleiðarans“, eins og komist er að orði, við kaup þessa dótturfélags Orkuveitunnar á stofnneti Sýnar í árslok 2022. Hún segir að mikilvægt sé að skýrslan verði gerð opinber. „Hún varðar grafalvarlegan trúnaðarbrest gagnvart eigendum og borgarstjórn allri,“ segir Ragnhildur Alda.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert