Freyja komin með flutningaskipið í tog

Varðskipið Freyja er komið með erlenda flutningaskipið sem varð vélarvana …
Varðskipið Freyja er komið með erlenda flutningaskipið sem varð vélarvana úti fyrir Rifstanga í nótt í tog. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Freyja er komið með erlenda flutningaskipið sem varð vélarvana úti fyrir Rifstanga í nótt í tog. Freyja kemur til með að draga skipið til Húsavíkur og er áætlað að skipin verði komin þangað um klukkan 22 í kvöld.

Áhöfn flutningaskipsins hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum í nótt og tilkynnti að skipið væri vélarvana vegna bilunar og ræki í átt að landi. Skipið var þá statt um fjórar sjómílur út af Rifstanga.

Töluvert viðbragð var vegna atviksins. Þyrlusveit og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju. Þá var nálægt togskip einnig beðið um að halda á staðinn.

Rek flutningaskipsins stöðvaðist þegar áhöfn þess lét akkeri falla. Aðstoð björgunarsveita og þyrlusveitar var þá afturkölluð. Hæglætisveður var á staðnum og sjólag um 2-3 metrar. Varðskipið Freyja var komið að flutningaskipinu á öðrum tímanum í dag.

Þyrlusveit og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út …
Þyrlusveit og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Freyja kemur til með að draga skipið til Húsavíkur og …
Freyja kemur til með að draga skipið til Húsavíkur og er áætlað að skipin verði komin þangað um klukkan 22 í kvöld. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert