Kosið um vantraust eins fljótt og auðið er

Flokk­ur fólks­ins og Pírat­ar hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar, …
Flokk­ur fólks­ins og Pírat­ar hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar, þar sem van­trausti er lýst á rík­is­stjórn­ina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vantrauststillögu tveggja stjórnarandstöðuflokka á hendur ríkisstjórnarinnar var útbýtt við upphaf þings í dag.

Hefð er fyrir því að kosið sé um vantrauststillögur innan við tveimur dögum eftir að þær eru lagðar fram.

Þetta segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is.

Síðar í dag verði haldinn fundur með þingflokksformönnum til að finna tímasetningu á þeirri atkvæðagreiðslu.

Fundar með þingflokksformönnum seinna í dag

Flokk­ur fólks­ins og Pírat­ar hafa lagt fram til­lögu til þings­álykt­un­ar, þar sem van­trausti er lýst á rík­is­stjórn­ina, eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag.

Jafn­framt er farið fram á að þing verði rofið fyr­ir 26. júlí og efnt til al­mennra kosn­inga þann 7. sept­em­ber.

„Síðar í dag mun ég eiga fund með þingflokksformönnum þar sem ég fer yfir tímasetningu og fyrirkomulag umræðu og atkvæðagreiðslu um vantatraustillöguna,“ segir Birgir.

Líklega kosið á næstu tveimur dögum

Vantrauststillaga er þingsályktunartillaga og er bara rædd við eina umræðu og atkvæðagreiðsla í beinu framhaldi. 

„Það hefur venjulega verið þannig að þessar vantrauststillögur hafa verið teknar til umræðu og afgreiðslu eins og fljótt og auðið er. Það hefur oft verið þá daginn eftir eða í mesta lagi tveimur dögum seinna,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert