„Hjólað í vinnuna“ hefur farið fram úr björtustu vonum

Á meðfylgjandi mynd má sjá vígalega sveit raftækjaverkstæðis Eimskips.
Á meðfylgjandi mynd má sjá vígalega sveit raftækjaverkstæðis Eimskips.

Viðtökurnar við „Hjólað í vinnuna“ hafa farið fram úr björtustu vonum þeirra sem standa að átakinu. Nú eiga 47 kröftugar stofnanir og fyrirtæki eitt eða fleiri lið í keppninni. Lokadagur keppninnar er á morgun en eins og stendur hefur starfsfólk Medcare Flögu hjólað flesta daga (84) og lengsta veglengd sem er hvorki meira eða minna en 1.161,8 km. Til samanburðar má benda á að hringvegurinn um Hvalfjarðargöng er 1339 km.

Fast á hæla þeirra kemur Icelandair með 76 daga hjólaða og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen er með 71 hjólaðan dag. Auk þess að keppa um flesta hjólaða daga og lengsta vegalengd er keppt um glæsilegasta liðið.

Nánari upplýsingar og myndir má finna á heimasíðu „Hjólað í vinnuna“ á isisport.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert