Fastur í símanum

Maður og símasjálfsali voru fluttir saman á slysadeild í St. Louis í Bandaríkjunum en maðurinn festi fingurinn í sjálfsalanum þegar hann reyndi að ná í 50 senta pening.

Læknar gáfu Emanuel Fleming verkjalyf og tókst síðan að losa fingurinn með því að nota smyrsl og tréspaða. Þá hafði Fleming verið fastur við símann í þrjár stundir.

„Ég hélt að fingurinn myndi brotna og hann var orðinn dofinn. Þetta var mjög sárt," sagði Fleming, sem er húsvörður í grunnskóla.

Hann reyndi að hringja í konuna sína en það var alltaf á tali hjá henni. Tveir vegfarendur reyndu að hjálpa Fleming við að losa fingurinn en árangurs. Loks hringdi hann í neyðarlínuna. Bráðaliðar og fulltrúi fyrirtækisins, sem rekur símasjálfsalana, voru sendir á staðinn en þeim tókst ekki að losa Fleming.

Á endanum var gripið til þess ráðs að rífa símann lausan og flytja hann og Fleming á sjúkrahús. „Ég hef verið í þessum bransa í 30 ár og ég hef séð ýmislegt undarlegt en ég hef aldrei áður séð mann fastan við síma," sagði Herb Simmons, framkvæmdastjóri sjúkrabílaþjónustunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson