Íslendingar 5. mesta bjórdrykkjuþjóðin

Frá Ástralíu, en Ástralir eru í 9. sæti listans.
Frá Ástralíu, en Ástralir eru í 9. sæti listans. AP

Íslendingar eru fimmta mesta bjórdrykkjuþjóð heims þegar miðað er við höfðatölu, að því er segir í dag í skoska blaðinu Daily Record. Edda Hermannsdóttir hjá Hagstofunni segir hins vegar neyslutölur skoska blaðsins kolrangar.

Miðað við bjórdrykkju á hvern íbúa lítur listinn yfir 10 mestu bjórdrykkjulönd heims út sem hér segir:

Röð LandLítrar á mann á ári
1. Tékkland 163
2. Þýskaland 138
3. Danmörk 126
4. Austurríki 118
5. Ísland 112
6. Belgía 108
7. Bretland 104
8. Lúxemborg 100
9. Ástralía 96
10. Bandaríkin 86

Edda Hermannsdóttir á Hagstofunni segir frétt skoska blaðsins ranga hvað varðar bjórdrykkju Íslendinga. Hún sér m.a. um útreikninga áfengisneyslu sem birtir eru í Hagtíðindum. „Það er fjarri sanni að hér sé neyslan 112 lítrar á mann. Í fyrra nam neyslan 51,8 lítrum á mann og 50,7 lítrum árið 2002. Sé litið á bjórdrykkju Íslendinga 15 ára og eldri, sem haft er til viðmiðunar á alþjóðavísu, nam hún 67 lítrum,“ segir Edda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert