Glókollur heimsótti varðskipið Ægi

Glókollurinn sem heimsótti Ægi.
Glókollurinn sem heimsótti Ægi. mynd/Jón Páll Halldórsson

Fugl, sem nefndur er glókollur, flaug inn um brúargluggann á varðskipinu Ægi í gærmorgun en ákvað svo að taka flugið til lands í gærkvöldi eftir að hafa dvalið um borð yfir daginn.

Glókollur er minnsti fugl Evrópu og vegur aðeins 5-6 grömm. Landhelgisgæslan vísar til upplýsinga frá Ævari Petersen, forstöðumanns Reykjavíkurseturs Náttúrufræðistofunar Íslands, um að glókollur komi upphaflega frá Evrópu en hafi byrjað að verpa hér á landi fyrir 8 árum í skógræktarreitum víða um land og síðan hafi nánast orðið sprenging í útbreiðslu þeirra. Vart séu dæmi um að ný fuglategund hafi breiðst svo ört út hér á landi. Glókollur er minnsti fugl sem verpt hefur hér á landi, minni en músarindill.

Ekki er vitað annað en að glókollur sé staðfugl því talsvert finnst af honum á Íslandi að vetrarlagi. 

Glókollurinn kom sér vel fyrir hjá Sæunni Maríu Pétursdóttur, viðvaningi …
Glókollurinn kom sér vel fyrir hjá Sæunni Maríu Pétursdóttur, viðvaningi á varðskipinu Ægi. mynd/Jón Páll Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert