Hundur hrakti sex kindur fram af björgum í Vestmannaeyjum

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á laugardaginn að hundur hrakti sex kindur fyrir björg í Vestmannaeyjum. Kindurnar lentu í sjónum og drápust í fallinu. Atvikið hefur verið tilkynnt lögreglu og vitað er hver hundurinn er. Lögreglan staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir í morgun.

Atvikið átti sér stað ofan við Kapplagjótu sem er vestan við Herjólfsdal. Þar í fjallinu er talsvert af fé og hafði hundinum verið sleppt lausum þar. Fór hann í kindurnar með þeim afleiðingum að sex þeirra fóru fyrir björg og ofan í Kaplagjótu og drápust þær í fallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert