Starfsemi fasteignaheildsala ýtir undir verðhækkanir

Talsvert hefur borið á starfsemi svonefndra fasteignaheildsala undanfarnar vikur en þessi stétt hefur tiltölulega nýlega rutt sér til rúms á fasteignamarkaði. Menn sem eru kunnugir fasteignamarkaðnum segja að þeir kaupi yfirleitt margar íbúðir, stundum heilu blokkirnar, af byggingafélögum og selji þær seinna í smásölu með miklum hagnaði.

Á fundi Meistarafélags húsasmiða í gærkvöldi kom fram að þessi starfsemi ýtti undir verðhækkanir á íbúðum en orsökin væri samt fyrst og fremst skortur á lóðum í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjallað er nánar um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert