Handtekinn asni verður sjónvarpsstjarna

Asninn Pacho hefur orðið sjónvarpsstjarna í Kólumbíu eftir að hann var handtekinn og settur í gæsluvarðhald í þrjá daga. Lögreglan réttlætti handtökuna með því að asninn væri aðili að umferðarslysi en ökumaður mótorhjóls lenti á honum á sunnudag og slasaðist við áreksturinn.

Mikil umræða hefur orðið í Kólumbíu um dýravernd vegna málsins. Slysið varð þegar Pacho var á leið heim ásamt Nelson Gonzalez, eiganda sínum. Asninn slasaðist á höfði og hægri hóf. Ökumaður mótorhjólsins slasaðist hins vegar meira og var fluttur á sjúkrahús.

Gonzalez fullyrti að asninn hefði ekki átt sök á slysinu. Hann heimsótti Pacho á lögreglustöðina á hverjum degi og kvartaði yfir því að hann fengi ekki nóg að borða. Pacho var látinn laus í gær þegar lögregla taldi að ekki þjónaði frekari tilgangi að hafa hann í haldi.

Gonzalez var hins vegar gert að greiða jafnvirði 500 króna vegna uppihalds asnans í fangelsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson