Sæmundur kominn til Kaupmannahafnar: „Bíð spenntur“

Sæmundur bíður eftir Fischer á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.
Sæmundur bíður eftir Fischer á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Kristinn Ingvarsson

„Ég bíð bara spenntur núna,“ segir Sæmundur Pálsson sem var að lenda á Kastrup-flugvelli i Kaupmannahöfn þar sem hann ætlar að taka á móti vini sínum skákmeistaranum Bobby Fischer. Fischer er nú í flugi á leið til Kaupmannahafnar og er væntanlegur þangað eftir fjóra tíma eða um klukkan 16:20, að sögn Sæmundar. Hann segir að þeir muni hittast á flugvellinum og fara svo beina leið til Íslands.

„Nú er bara að bíða, ég vona bara að þetta gangi allt saman vel og ég geti tekið á móti honum og komið honum heim,“ sagði Sæmundur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Aðspurður segist hann lítið hafa sofið í nótt, hann hafi verið að fylgjast með þróun mála í Japan.

Fregnir herma að Fischer komi hingað til lands með einkaþotu en Sæmundur gat ekki staðfest það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert