Meirihluti kjósenda með ríkisstjórninni

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn bæta lítillega við sig fylgi samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Samfylkingin tapar fylgi og Vinstri grænir standa í stað.

Meirihluti kjósenda eða 51% styður ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 38% fylgi, sem er fjórum prósentustigum fyrir ofan kjörfylgi, og Framsóknarflokkur með tæp 12%. Er það sex prósentustigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum en tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun fyrir mánuði.

Samfylkingin nýtur fylgis 29% kjósenda og hefur fylgið dalað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun og tvö stig frá í kosningunum 2003. Vinstri grænir standa í stað frá síðustu könnun með rúmlega 15% fylgi sem er rúmum tveimur prósentustigum yfir kjörfylgi flokksins 2003.

Fylgi frjálslyndra jókst um 50% frá síðustu könnun eða úr 4% í 6%, en nflokkurinn fékk 7% fylgi í alþingiskosningunum 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert