Meistaradagur í verkfræði

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands heldur á morgun, fimmtudag, kl. 13-18, meistaradag í verkfræði, þar sem 10 meistaraverkefni við verkfræðideild Háskóla Íslands verða varin. Ásamt meistaravörnum verður kynning með veggspjöldum og framsögu á verkefnum sem lokið var við á síðasta ári. Málstofur verða um hugbúnaðarverkefni og verkefni sem styrkt hafa verið af OR. Á dagskrá er m.a.: Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa, fjallar um fyrirtækjatengd meistaraverkefni og Hilmar Janusson, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Össurar hf., ræðir um rannsóknir í verkfræði. Dagskráin er kynnt á síðunni: http://www.hi.is/page/md2005.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert