Um 50 mótmæla við Kárahnjúka

Tjaldbúðir mótmælenda við Kárahnjúka.
Tjaldbúðir mótmælenda við Kárahnjúka. mbl.is/Ólafía Herborg

Um 50 mótmælendur eru nú staddir í tjaldbúðunum við Kárahnjúka. Talsvert er orðið þar um erlenda mótmælendur. „Þetta eru svo sannarlega alþjóðlegar mótmælendabúðir. Hér er mjög góður andi sem fólk kemur með úr öllum heimshornum,“ segir Ólafur Páll Sigurðsson mótmælandi.

Spurður um hvað fólk geri sér til dægrastyttingar segir hann fólk mestmegnis vinna við að halda búðunum við og gera aðstöðuna sem þægilegasta, til að mynda er von á sána-tjaldi. Hann segir Íslendinga venjulega stoppa við í eina til tvær nætur til þess að fara í langar göngur um svæðið. Hann segir fólk mjög upprifið af náttúrufegurð svæðisins. Spurður um þá mótmælendur sem ætluðu sér að fara inn á vinnusvæðið við Kárahnjúka segir hann um fjóra hópa hafa farið. Lögregla hafi hins vegar rætt við tvo þeirra og beðið þá um að halda ekki inn á svæðið og var orðið við því.

Frekar má lesa um málið i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert